Mikið óskaplega er dagurinn í dag búinn að vera leiðinlegur og afkastalítill. Vaknaði með e-s konar tak í hálsinum og gat ekki litið til vinstri né hreyft upphandlegginn að ráði. En það horfir allt til betri vegar :) En niðurstaðan varð engu að síður sú að ég er ekki í skapi til að gera neitt, hef ekki kraft í að læra og ekki löngun í slæpelsi. Enda samt hér... Er með móra, en ætti samt ekki að haf'ann... allavega ekki yfir þessu. Bíttar ekki diff sossum. Er búinn að vera velta lífinu fyrir mér í dag, hvar ég verð staddur eftir fimm ár, tíu ár... hvað verð ég að gera eftir áramótin ef út í það er farið? Bleh, hvað er ég að rausa hérna. Farinn að tæma þvottavélina f múttu, sem er ákveðin gestaþraut á mínu heimili.
Nú er verkefnið alveg að klárast, síðasta hitting í hópnum klukkan þrjú í dag og þá verður (vonandi) bara samræming og uppsetningaratriðin eftir. Fyrsta vika dauðans er hálfnuð og í kvöld ætla ég að reyna að fara snemma í háttinn. Um helgina er æfing, tvennir tónleikar & messa, mamma verður sextug á föstudaginn(!) og á morgun verður hún væntanlega að farast úr stressi út af kökuboði helgarinnar. Svo í næstu viku verða fjórar æfingar með Sinfó og þrennir tónleikar. And in there I'm gonna fit studying?
A cow-orker related an experience that she had at another company last year where she was a supervisor. The company encouraged employees to wear costumes to work on Halloween. So last Halloween she was mortified to be ordered to lay off some of her employees, while dressed as a clown.
Helgin var stressandi, hectic og skemmtileg. Rollercoaster. Sat við skriftir á föstudagskvöldið(!) en kíkti á Svarta kaffi um ellefuleytið og heilsaði upp á Jóhönnu Ósk, Bjart Loga o.fl. Á laugardaginn var auka kóræfing, after which fór ég uppí bústað með góðum hópi fólks. Eftir fjögurra tíma pottsetu og um það bil sem við vorum breytast í non-reversable rúsínur (Biggi var Californíurúsína) stigum við upp og settumst inn. Við Hrefna fórum í bæinn um tíuleytið því (dadara!) við þurftum að læra. Annars skellti ég inn nokkrum myndum frá helginni inn á myndasíðuna :-)
Ég er ekki nógu orðljótur. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að "hreinsa" til í orðaforðanum og forðast fúkyrði og blót. Út úr því kom ímynd sakleysingja sem ég er orðinn þreyttur á. Þannig að í dag ætla ég að reyna að verða orðljótari, auk þess að raka mig sjaldnar. Af þessu tilefni er orð dagsins "helvítis". Dæmi: "helvítis rakvél".
Það er móðins að heita Sverrir og blogga, sbr. Orminn. Ætli þetta sé ekki hópheimsmet; "að heita Sverrir og blogga". Þetta er því annað heimsmetið í 2 dögum sem ég set. Hitt var "hversu lengi getur maður yfir 1.80 í hagfræðiskor HÍ setið í gráum stól í Álftamýri". Ónákvæmar mælingar segja nokkrar klukkustundir. Nú reyni ég við "hversu lengi getur maður í svartri peysu og brúnum skóm átt lögg af kaffi neðst í hvítum kaffibolla með blómamunstri" metið. Keppnin er hörð, þetta kemur allt á lokasprettinum!
var besta lagið með Sálinni í gær. Þetta voru mjög góðir og skemmtilegir tónleikar. Sinfó var ein fyrir hlé og spilaði tvö verk, Glass var sínu betri en Adams og má það e.t.v. rekja til þess hve Una Sveinbjarnardóttir var góð. Hún hafði lítið fyrir leiknum og er auk þess myndarstúlka. Svo eftir hlé komin Sálin á svið. Ég var soldið svekktur þegar ég frétti að þeir væru eiginlega bara með ný lög, en þetta kom rosalega vel út. Þau voru öll frekar hljómfríð og auðmelt. Lag nr. 2 (Allt eins og það á að vera) var snilldarlegt, en "gamla" lagið Þú fullkomnar mig hefði mátt hljóma betur með strengjasveitinni. Eftir tónleikana lentum við Árný í umferðarteppu og klukkan farin að nálgast hálf ellefu þegar við komum niðrí bæ, fórum því fljótlega heim.
Barnið fór að sofa klukkan hálfátta í gær, örmagna eftir lítinn svefn vikunnar. Hann var enda mun sprækari í morgun en hina tvo... It makes you wonder though, langar mig í barn/börn, hve mörg og hvenær... Solla er búin að pæla og skipuleggja aðeins meira en ég. Eins og er langar mig ekkert að verða pabbi og er ekki viss um að mig langi það yfir höfuð. En ég er ekki eins "neikvæður" gagnvart því eftir þessa viku og ég var fyrir.
Verkefni dagsins er að losna almennilega við kvefið => meira te og meiri hvítlaukur og að halda mig innandyra. Hreyfingarleysið ætla ég að nota til að skrifa ritgerðina í vinnumarkaðinum og líta á verkefnið í stjórnun starfsmannamála. Í kvöld er það svo Sálin og Sinfó. Reyndar langar mig líka á tónleika í Domus Vox en þar eru "útgáfutónleikar" á bók eftir Hreiðar Inga, sá hinn sami og samdi nokkur lög á Ef ég sofna ekki í nótt með Páli og Moniku. Sá diskur var ansi magnaður...
Jävla kvef sem ég er kominn með. Búinn að drekka sítrónute og hvítlauk í allan dag með Strepsils í eftirrétt. Ég játa mig ekki sigraðan alveg strax, I can still fight this!
Ég náði í labbakút á leikskólann í gær, frekar fyndið allt samant. Um morguninn var ég ekki viss hvort ég hefði farið með hann á réttan leikskóla en hann virtist þekkja til og valdi e-ja hurð. Ég var mest nervus að fara með hann inn á stelpukjarnann en svo var ekki. Svo keyptum við pizzu á leiðinni heim og amma hans passaði meðan ég fór í kór. Hún leyfði honum að horfa á vídjó þar til ég koma heim, rétt að verða ellefu! (cue annoyed facial expression). Apparently vildi hún ekki vera vond við hann og slökkva á Toy Story, hann gæti farið að gráta. That never stopped her towards me! Þessar ömmur...!
En nú er það læreríið. Mig dreymdi í gær að mér yrði ekki hleypt inn á útskriftina mína í febrúar. Væntanlega merki um að vera duglegri. Gleðifréttin er annars sú að ég fann stílabókina með fullt af glósum og punktum varðandi lokaritgerðina. Stundum kemur það sér vel að lítil börn hendi bananahýði á bak við rúm ;-)
Hann er yndislegur, sniðugur, fyndinn og það allt - nema að hann vildi ekki fara að sofa í gærkvöldi. Honum fannst mjöööööög fyndið og skemmtilegt að hoppa uppí rúmi og kasta bangsanum sínum upp í loft, hlaupa í hringi í íbúðinni og segja mér sögur. En hann sofnaði að lokum... en tók sitt pláss í rúminu. Ég (190 cm) fékk rúmkantinn og hann (110 cm) fékk afganginn af rúminu. Annars gekk vel í morgun að vekja hann nema ég vanáætlaði tímann sem það tekur að keyra uppí Mosfellsbæ og aftur til baka í morgunumferðinni. Ég sit því í tölvuverinu og bíð eftir frímó svo ég geti læðst inn í tíma...
Jæja, þá er ég kominn með barn til að gæta næstu daga. Systir mín og mágur fóru til Prag fram á fimmtudag og ég ætla að passa á meðan. Það eru fjórir tímar síðan við komum heim og hann er enn á lífi, þannig að þetta lofar góðu (vonandi).
Ágúst fjallar um skondnu frétt dagsins. Honum, eins og mér, finnst þetta ekki alveg vera að gera sig hjá henni. Staðfestan er ekki meiri en svo að hún fór í messu í morgun til að syngja með kórnum - og þar að auki er hún öryrki! Verkfall = leggja niður vinnu. Hvernig getur öryrki lagt niður vinnu? Er hún hætt að... laga kaffi? Prjóna? Syngja í kórnum? Nei, í morgun söng hún í messu og rölti svo með kaffibrúsan yfir á heilsugæsluna. Sá ekki prjónana reyndar. Undarleg frétt þegar af nógu er að taka. Það eru greinilega kosningar í vor.
Ég er kominn í vítahring. Er búinn að vera ógeð latur undanfarið sem veldur því að verkefnin hrannast upp. Því fleiri sem þau verða, því minna nenni ég að gera því eg´veit ekki hvar ég á að byrja. Alla síðustu viku fór ég snemma á fætur og var að gera eitthvað allan daginn - en afkastaði engu því ég væflaðist bara til og frá. Nú er aftur komin helgi og ég er enn að væflast. En klukkan er bara rúmlega eitt, hver veit nema ég nái að gera eitthvað gagnlegt?
Off with the gloves, nú segi ég stríð á hendur leti, iðjuleysi, kæruleysi og dralli. Ég ætla að mass'essa ritgerð um stéttarfélögin og klára starfsmannaverkefnið á morgun. MASS'ETTA! Þannig að ef e-r sér mig í Kringlunni eða talandi um netleiki á MSN er viðkomandi beðin(n) um að slá mig leiftursnöggt... í höfuðið.
Það er undarlegt að í okkar litla samfélagi sé söfnun hagtalna og tölfræðilegra gagna svo lítil (og stundum léleg) sem raun ber vitni. Svarið er kannski í spurningunni - við erum lítil þjóð. Í dag er ég búinn að pirra mig á skorti á upplýsingum um tölur félagsmanna í stéttarfélögum frá 1960, svo virðist sem þetta sé hvergi skráð á aðgengilegan hátt heldur er þetta hjá hverju félagi fyrir sig. En þrjóskan er búin að borga sig, tölurnar er að finna í þingritum ASÍ sem eru geymd á Hlöðunni. Reyndar í þjóðdeild þannig að á morgun þarf ég að læðast niðrí kjallara og fá þau náðarsamlegast lánuð til að hripa tölurnar niður á blað. Þessi pirringur var í boði sagnfræðifélags hagfræðiskorar HÍ.
Fór aftur í leikhús í gær, nú á Jón & Hólmfríði og nú með krökkunum úr Verzló. Byrjuðum (venju samkvæmt?) á Austur-Indíafjelaginu þar sem við báðum þjóninn um að koma okkur á óvart. Ég leit ekki einu sinni á matseðilinn, trúandi því að allt sé gott á þessum stað. Það stóðst :-) Svo fórum við í leikhúsið. Undirtitillinn er "erótískt leikrit", en þetta er meira klámfengið en erótískt. Engu að síður ágæt skemmtun en ekkert meir en það. Nískan í Jóni var skemmtilegust og bullið átti góða spretti. Minnti mig á "Bílastæðaverðina" úr Fóstbræðrum ;-)
Ég var kominn heim upp úr ellefu því Árný var hálf veik og ekkert okkar í djammstuði. Rölti út á leigu og tók My Big Fat Greek Wedding og hékk yfir henni. Önnur mynd helgarinnar var Monsters Inc. sem ég sá á föstudaginn - og hún er snilldarleg! Á undan var stuttmyndin "The Birds" eða eitthvað álíka sem fékk Óskarinn síðast sem besta stuttmyndin ef ég man rétt. Á eftir Monsters var önnur stuttmynd og svo sýnishorn úr næstu stóru teiknimyndinni frá Disney (Finding Nemo), sem lofar góðu.
Nú er ég uppí skóla að reyna að gera minn hluta af ritgerð - hópfundur á morgun og ég er eiginlega ekki búinn að gera neitt :-( Nennan er í lágmarki og ég hugsa ekki um annað en að kaupa mér íbúð og eldhúsáhöld(!) Þegar ég var að leita að heimildum áðan endaði ég á að lesa lífsreynslusögu í Mannlífi og um hreppsómaga í sögu stéttarfélaga... Aðgerðarflóttinn í hámarki í dag.
Um daginn var auglýstur Lokaverkefnastyrkur VR (2). Mér datt í hug að senda inn umsókn og viti menn, ég fékk styrkinn! :-) Hann var afhentur í hádeginu í dag með léttum snittum og kóki, formaður VR afhenti mér ávísun og blómvönd. Þetta var voða gaman, nú er bara að massa verkefnið og slá í gegn ;-)
Hún Bryndís skólasystir mín eignaðist lítinn strák á sunnudagsmorguninn - væntanlega jafn mikið yndi og móðir sín og örugglega upprennandi skæruliði. 15 merkur og 59 cm, með ljóst hár. Til hamingju Bryndís!
Ég fór inn á fasteignavef Moggans í dag og sá a.m.k. þrjár íbúðir sem mig langar í. Gallinn er bara sá að ég á ekki pening til að kaupa íbúð fyrr en í vor þannig að það er ekki gott fyrir sálartetrið að skoða allar myndirnar af auðum íbúðum til sölu.
Sunnudeginum eyddi ég í eiginlega ekki neitt. Söng í messu í morgun og þegar ég kom heim hafði ég mig ekki í neitt nema að sitja í stól og horfa á mömmu prjóna vettlinga á mig. Ég hjálpaði reyndar til með því að rekja upp "ónýta" trefilinn og vefja garnið í hnykil. Helgina endaði ég á tónleikum í Seltjarnarneskirkju þar sem hún Jóhanna Ósk söng meðal annarra. Á morgun er mánudagur, en sá dagur kemur á undan þriðjudegi. Staðreynd sem ætti að vera öllum kunn.
en mig langar samt ekki á ball. Enda tók ég út djammgleðina á föstudagskvöldið. Fór "rólegt" út að borða en endaði á Kaffi Astró og hitti fullt af fólki sem ég þekki - það voru allir þarna! Gamlir Háskólakóringar, hagfræðingar, atvinnulífsfræðingar, Verzlingar og m.a.s. einn Árbæingur. Ég skreið uppí rúm um þrjúleytið og mætti svo á kóræfingu í morgun, alveg "eldhress" eftir mjólkurglas og Alka Seltzer. Það er komast heilsteyptari mynd á óratóríuna og maður er farinn að geta sungið með disknum nokkurn veginn skammlaust.
Svo bauð Ása Björg í suður-ameríska veislu í kvöld. Rauðvín, góður matur og skemmtilegt fólk. Erla öryggisfulltrúi benti mér á að það er hægt að kaupa neyðarstiga til að klifra fram af svölunum. Mig hefur alltaf langað í svona tæki eftir að Bjarnabófarnir nýttu sér svona apparat í e-u ráningu (önnur brengluð bernskuminning?). Allavega, ætli það sé ekki sniðugt að eiga stiga til að flýja af svölunum ef það kveiknar í? Já líka þegar ég þarf að stinga ágenga blaðamenn af... ;-)
En nú er ráð að halla höfði og fá almennilegan nætursvefn. Á morgun er messa 2. sunnudaginn í röð, í þetta skiptið útvarpsmessa og þar sem ég var ekki með heilsuna í toppstandi í morgun "skulda" ég hressleika í fyrramálið.