Ég tók að mér eldamenskuna á heimilinu í gær og bjó til indverskan kjúkling. Þ.e. ég steikti kjúkling, opnaði krukku og hellti innihaldinu yfir. Hrísgrjónin sauð ég líka sjálfur ;-) Í kvöld ætla ég svo að prófa grænmetisrétt sem ég sá í e-rju blaði um daginn. Basically kartöflur og hvítlaukur sett inn í ofn, en það hljómaði svo vel og myndin af tilbúnum réttinum girnileg...
Elvis minnir mig alltaf á jólin. Orsakirnar er blanda af childhood drama og því að jólalögin hans hljóma alveg eins og öll hin. Kannski þetta kosti nokkra tíma í sófanum hjá sála þegar ég verð miðaldra taugasjúklingur? Jarðbundnari útskýring er sú að í æsku hafi ég ruglað Elvis saman við jólasveininn. Elvis var jú feitur eins og jólasveinninn og með stóra barta, sem bættu upp fyrir jólasveinaskeggið. Niðurstaða: Elvis lifir.
Í nótt dreymdi mig mann með ótrúlega hvítar tennur. Brosið var líka fallegt, en það undirstrikaði bara hvítu tennurnar. Skrítið að dreyma bara tennur. Líklega annar tími hjá sála. Ég er farinn að hripa þessa hluti niður hjá mér enda ekki við því að búast að ég muni þetta allt þegar ég verð orðinn miðaldra.
Ég sá Casablanca í fyrsta skipti í gær og fannst hún góð. Eftir myndina var ég í litlu svefnstuði þannig að ég keyrði niðrí 12 Tóna og keypti mér ( ) með Sigur Rós. Hvað get ég sagt, þetta er rosalega góður diskur! Hlustaði á hann fyrir svefninn og aftur í morgun og held ég eigi eftir að hafa hann í spilaranum meira og minna næstu daga/vikur. Ég er ekki alveg búinn að finna skoðun mína á allri naumhyggjunni, þ.e. auður bæklingur etc. As I see it þá kaupi ég mér diska út af coverinu, hönnun, textum og så videre - tónlistina sjálfa get ég fengið ókeypis á netinu (ekki að ég geri það... ehrm). En nú eru engir textar eða umfjöllun um hljómsveitina þannig að... Reyndar er hönnunin flott á bæklingnum, hálf gegnsæjar síður með e-s konar trjágróðri og þær á maður að nota til að skrifa þann texta sem maður heldur að maður heyri.
En allavega þá er diskurinn súper góður, farðu og kaupt'ann!
Fólk sem kann ekki að syngja á ekki að vera í kór. There, I said it!
En að viðburðum helgarinnar, í blandaðri tímaröð. Í dag er Hallgrímsdagur í Hallgrímssókn, en sá dagur er haldin hátíðlegur á dánardegi Hallgríms Péturssonar. Af því tilefni söng allur kórinn en ekki bara minni hóparnir. Ég vaknaði hæfilega hress um níu og lufsaðist í sturtu. Í gær fór ég nefnilega út að borða á Banthai á Laugaveginum með Agli gamla-kórstjóra og gömlum HK-ingum. Þetta er sætur lítill staður með brúnum veggjum, plastblómum og rosa góðum mat. Mæli alveg með honum :-)
Eftir matinn röltum við á Kaffi List, þá á Sólon og svo hitti ég Gunnu siss á Thorvaldsen. Var "samferða" þremur 30+ konum í röðinni og ein þeirra reyndi við mig... horrific experience. Eftir nokkur spor á dansgólfinu hélt ég aftur á fund hinna sem héldu að þau væru að fara í partý á Hverfisgötunni, sem svo reyndist vera öryrkjablokkin í Hátúni. Hins vegar var hinn langi armur laganna að koma liðinu út rétt áður en við mættum(!) Enduðum því heima hjá Hrebbu með snakk og Sprite úr 10-11.
Föstudagurinn... er... horfinn úr kollinum. Ég man ekkert hvað ég gerði. Á ég að hafa áhyggjur...? JÚ! Horfði á vídjó með Sollu og GK. Solla móðgaði mig og hneykslaði GK og má því eiga von á grimmilegri hefnd hvenær sem er. Múhahahahahahahahahhahaha!
Eitthvað fór lítið fyrir lærdómi um helgina eins og vant er. Það virðist líka vera hefð fyrir því að á mánudögum tali ég um það hvað ég lærði lítið... Anyhoo, laugardagurinn var skemmtilegur og haustfagnaðurinn var ljómandi fínn. Afar menningarlegur enda flygill í húsinu og nóg af píanóleikurum. Við ÁDÍingar fengum smá Háskólakórsflashback þegar allir tóku "gamla slagara" sem við lærðum í HK. Skemmtiatriðið sló í gegn og jájá, stemningin var góð :-)
Í gær fór ég svo með Höllu Dóru að eyða peningum í Smáralindinni. Ég eyddi heilum 347 krónum í C vítamín en henni tókst að eyða 25.000. Vel af sér vikið! Í gærkvöld fór ég svo að sjá Red Dragon. Sem betur fer var Jóhanna (sem er líka hæna) við hliðina á mér og saman lokuðum við öðru auganu og pírðum með hinu. En hún er skrambi góð (þær báðar þ.e., myndin og Jóhanna), miklu betri en Hannibal sem þó fór ekki í taugarnar á mér eins og á svo mörgum öðrum. En nú er ég farinn að blaðra aþþí ég nenni ekki að gera jafnréttisáætlun og ráðningarsamning fyrir verkefnið í stjórnun starfsmannamála.
Ég fór og sá 'Með vífið í lúkunum' í gær og hafði gaman að. Er búinn að vera á leiðinni í rúmt ár og þar sem nú eru síðustu sýningar var ekki seinna vænna en að drífa sig. Ég var umkringdur uppáhalds leikkonunum mínum, þ.e. Halldóru Geirharðs, Helgu Brögu og Ólafíu Hrönn sem sat við hliðina á mér úti í sal. Fyrir þá sem ekki vita er þetta farsi um mann (Steinn Ármann) sem á tvær konur (Halldóra og Helga) sem vita ekki hvor af annarri. Allt gengur vel þar til manni verður frægur og tvær löggur þurfa að eiga við hann orð. Heppnaðist vel og var bráðfyndið. En það gat náttla verið að ég fengi pirrandi sessunaut í leikhúsi. Síðast var það þroskaheft kona sem hló hátt og stutt, sló á lærið á sér og dýfði sér fram. Í lokin fagnaði hún hressilega (as expected) og var hún sú eina sem reis úr sæti, en reyndi ákaft að draga mig upp úr sætinu líka. Heppnaðist ekki.
Í gær var það maður sem sat fyrir aftan mig sem fékk titil "pirrandi leikhúsgestur kvöldsins". Hann hló hátt, töluvert hærra en þroskaheft samstarfskona hans frá fyrri sýningu. Á milli þess sem hann rak upp hláturrokur (sem nb. voru ekki skemmtilega smitandi) þá sagði hann 'þett'er ekki hægt... hahahahhahahahahahaha!'. Og ef hann gat ekki hlegið (af hverju að fara á grínleikrit ef ekki til að hlæja allan tímann?) þá var hann með fréttaskýringu fyrir nærstadda. "hehe... kemur hann", "já nú hringir hann hahahahahhahahahha, þett'er ekki hægt" og "bíddu, hvað nú?". Auk þess skaut hann fram efasemdum um eigin heilsufar og hafði orð á því að hann myndi "varla hafa sýninguna af". En hjartað þoldi álagið og til að sanna það þá andaði hann reglulega á hnakkann á mér.
Í morgun var svo kóræfing og þá kjötsúpa og aðalfundur. Þar tók m.a. Halldór Hauksson fyrir hneigingar á tónleikum og fann upp (vonandi) óbrigðult ráð sem varir í 3,8 sekúndur presís. Þetta var mjög formlegt og á mun þjóðlegri nótum en aðalfundir Háskólakórsins. Það má enda vera augljóst; kjötsúpa í hádeginu í safnaðarheimili kirkju vs. bjór á illa upplýstum pub að kvöldlagi. Ómenningin verður unnin upp í kvöld þegar Hörður kórstjóri býður til haustfagnaðar heima hjá sér. Nýliðaatriðið er tilbúið og fer textinn væntanlega í safn vísnavarðar kórsins að loknum frumflutningi ;-)
Allavega, góða skemmtun á djamminu. Taki þeir til sín sem eiga það ;-)
Gauji byrjaður að blogga. Af einskærri hógværð finnst mér ég vera ættfaðir þessara bloggara, fyrst Ýrr, svo Þengill, Solla og Auður og nú hefur nýr sonur bæst í hópinn. Gemill gasprar á http://www.gemill.blogspot.com/.
Á morgun er haustfagnaður í Mótóinu og nýliðar fá að gera sig að fífli, eins og Solla benti svo skemmtilega á. Ég er farinn að hlakka ansi mikið til, en var að fatta að 50 manna kór OG MÖKUM er boðið. Sumsagt, ég er að fara gera mig að fífli fyrir framan ca. 80 complete strangers. Jei!
Mér tókst að vakna klukkan sjö í morgun og drattast á fætur til að mæta á bókó þar sem ég ætla að eyða deginum í dag og á morgun. Það var svo sem auðvitað að ég gleymdi vinnuhagfræðibókinni heima þannig að lesturinn verður að bíða betri tíma (tek fram að ég gleymdi henni óviljandi!).
Í gær fann ég uppáhalds myndina mína og mun það vera Billy Elliot. Ég horfði á hana í gær í annað skipti í gærkvöldi og hún var alveg jafn góð og í fyrsta skiptið. Besta setningin var án efa "All right Mr. Braithwaite, ‘The Sun will come up tomorrow' ...fat chance". Þetta var ræman sem ég horfði á meðan ég passaði krílið hennar systur minnar. Vögguvísan virkaðir greinilega því hann var sofnaður innan klukkutíma frá því að foreldrar hans kvöddu, en ég hef þvílíkt lag á barninu að hann sofnar um leið og ég fer með hann í rúmið. Hjá öðrum er þetta klukkutíma prósess... (og nei, það hvarflar ekki að mér að ég sé eitthvað leiðinlegur).
Þegar systa og mágur komu heim þá kíkti ég aðeins á Skotana í bænum og dansaði á Astró. Skrítið hvað sá staður er leiðinlegur að utan en skemmtilegur þegar maður kemur inn á dansgólf... í mjög góðu hófi samt. Ég fíla samt betur þá staði sem rukka mann ekki um aðgangseyri, sem útskýrir væntanlega óhóflega drykkju á barnum.
Í dag er ég latur, eins og í gær - nema í dag get ég ekki sagt "ég verð duglegur á morgun" þar sem á morgun er í dag. Djúpt? En áður en ég held áfram að lesa ætla ég að skipta um á rúminu, eins og allir aðgerðaflóttamenn með vott af sjálfsvirðingu.
Ég bjó til ægilega góða ostaköku og tókst aldeilis vel upp - enginn vökvi varð blár. Hins vegar þætti mér gaman að vita hvernig maður leysir upp matarlím! Svo er ég að fá bakþanka með ritgerðarskiptin... er bara búinn að finna heimildir sem eru uppfullar af líkönum og tölfræði. Mér leiðast flókin líkön fyrir einfalda hluti (það eru til einföld líkön fyrir flókna hluti... why turn things around?), og tölfræðin er notuð á undarlegan hátt. En þetta eru e-jir ægilegir spekingar sem ég ætti að lesa og vitna fallega í. Kannski líst mér betur á þetta á morgun þegar "all by myself" fílingurinn hverfur. Auk þess er ég hér, all by myself, klukkan hálfeitt á föstudagskvöldi. Hvernig geta stærðfræðilíkön litið vel út á þessum tíma?
Útvarpsstöð dagsins er "Rat Pack Live", staðgengill fyrir Sad FM sem B. Jones hlustaði á.
Á fund með ritgerðarleiðbeinandanum mínum á eftir. Væri í lagi ef ég hefði ekki skipt um efni seinnipartinn í gær, þannig að ca. 15 handskrifaðar bls. af punktum, spurningum etc. eru svo gott sem ónýtanlegar. Jæja, svona get ég verið ákveðin :-O Annars eru 113 dagar til útskriftar, and counting. In other news fann ég líka þennan fína jakka í gærkvöldi. Spurning um að hita kortið upp með smærri innkaupum áður en ég fer og kaup'ann á eftir?
Þessi og þessi líka og að lokum hérna eru smá umræður um Kastljós þáttinn í gær. Að sjálfsögðu er talað um íslenzkun á orðinu blogg eins og þjóðin er vís til. Hélt það væri augljóst að þetta er skammstöfun á "Blaður og gáskafull gleði". Þá vitiði það. Annars er ég fylgjandi því að erlend orð og heiti séu þýdd yfir á íslensku, en bara þegar erlenda orðið er afspyrnu ljótt og passar ekki inn í málið. Það væri til dæmis asnalegt að tala um óhreinu jínsin mín og nýja kompúterið.
Nýr blaðrari og gáskafullur gleðigjafi er Sollasemgeturallt. Nú hefur myndast gríðarleg pressa að hún standi sig, augu blaðrara og gáskafullra gleðigjafa (BLOGGara) beinast að henni.
Vika nr. 2 af atvinnuleysi, þ.e. "bara skóli". Verð að viðurkenna að skipulagið gengur betur en ég þorði að vona, mér tekst að vakna fyrir átta og er byrjaður að lesa um hálfníu. Með pásum... jájájá... Þessi pása sem ég er í núna byrjaði reyndar klukkan níu ;-) En allavega, ég á fund með leiðbeinandanum í fyrramálið og þarf að klára uppkastið í dag.
Í gær var talað um bloggera í Kastljósinu. Ægilega leiðast mér greiningar á fyrirbærum sem næstum því eyðileggjast þegar þau eru skilgreind. "Nei, Siv Friðleifs er ekki bloggari af því að hún vísar ekki út fyrir síðuna sína". Í mínum huga er hún ekki bloggari af því að hún getur ekki sagt það sem hún vill á síðunni sinni, hún er ráðherra og þarf að gæta orða sinna. Hinn almenni borgari/bloggari getur sagt hvað sem hann vill og einu takmarkanir sem gilda eru þær sem hann setur sér sjálfur. En nú er ég sjálfur farinn að skilgreina...
Ég fékk stresskast út af ritgerðinni þegar ég var að fara sofa í gær, og dreymdi svo að ég væri orðinn böðull með gula hanska. Á ég að hafa áhyggjur?
Auðvitað nenni ég ekki að gera neitt að viti í dag (þrátt fyrir stressið...), en skellti nokkrum myndum af nýju græjunni. Smellið hér til vinstri, eða bara hér.
Ég rakst á mynd í í bók einni af yours truly, pabba mínum heitnum og samstarfsfélaga hans. Þetta var síðan í verkfallinu 1984. Ég og pabbi stöndum á dekkinu á Fjallfossi, hann með skipstjórahúfuna að horfa yfir verkfallsverðina á hafnarbakkanum, og ég er að gægjast yfir þilfarið að horfa á hasarinn. Þarna hef ég verið orðinn sjö ára og hafði vit á því að eitthvað var að gerast sem ekki mátti láta fram hjá sér fara. Ef ég man rétt var skipið að reyna að fá að landa í Hafnarfjarðarhöfn en verkfallsverðirnir komu í veg fyrir það og neyddu skipið til að bíða úti fyrir höfnina þar til úr leystist. Verst að þetta eru slitróttar minningar hjá mér, fyrit utan að ég man að skipsflautan var nýtt ansi vel og að pabbi hafði mikið gaman að því að stríða verkfallsvörðunum - og mér líka þar af leiðandi. Gaman að rekast á þetta, og það fyrir algera slysni :-)