SverrirJ


The current mood of sverrir_jonsson@hotmail.com at www.imood.com

Bloggarar
Ágúst
Ásdís
Hallur
Jóhanna Ósk
Sigga
Solla
Ýrr
Þengill

Myndasafn



Eldra efni

Eg nota Blogger :-)






31.8.02

Djösins snilld

Það er ekki málið að finna einhvern sem mann langar að hátta hjá... hitt er málið að finna einhvern sem mann langar til að fara á fætur með! You go girl!

|



Dóh!

Úti er rigning (og rok?), og ég hjólaði í vinnuna á flíspeysunni...

|



30.8.02

Föstudagskvöld

Sad, but true, þá er ég að fara sofa af því að ég þarf að vakna kl. 7 í fyrramálið. Ég fæ sumsagt ekki að sofa út. Þetta eru hræðilegar fréttir.

Annars er vikan búin að vera mjög hectic. Bankinn minn fór í tvo skóla í vikunni og fékk alltof marga nýja viðskiptavini þannig að við erum öll búin að vera á haus. Af e-jum ástæðum er ég orðinn verkstjóri í þessari framkvæmd og er búinn að skipuleggja framkvæmdina alla vikuna + að sinna venjulega starfinu líka. En þeir sem þekkja mig vita að ég hef lúmskt gaman að þessu :-) Plan helgarinnar er hins vegar að hafa það eins náðugt og hægt er. Skólinn byrjar svo á þriðjudaginn (sem btw eru einu dagarnir sem ég er í skólanum) og það þýðir væntanlega að ég þarf að fara byrja á ritgerðinni. Ég verð reyndar í bankanum til 13. sept. og get þá byrjað að e-ju viti. Reyndar eru atvinnumálin til skoðunar, en þar sem ég er bara í tveimur fögum þætti mér tilvalið að fá e-ja vinnu, en það er allt í vinnslu sem stendur og kemur vonandi sem fyrst í ljós.

Skoðanakönnunin er ansi jöfn, þýðir það að ég eigi að kaupa mér leðurjakka OG tölvu? Now that's an idea...

|



27.8.02

Dansaðu eins og enginn sjái til þín

Já, ég fór á Moonboots á laugardaginn eftir BOBið. Jóhanna lýsir kvöldinu og vísi ég á hana varðandi lýsingar. Ég tek undir með danstaktana, það er langt síðan ég hef verið svona lengi á gólfinu og í þetta skiptið sleppti ég mér algjörlega (sbr. titilinn). 80's music er greinilega málið ;-)

|



Yubb, það er mánudagur

Enginn vafi á hvaða vikudagur er í dag. Dagurinn byrjaði reyndar ágætlega, fyrir utan að þegar ég lagði bílnum f. utan vinnuna byrjaði að hellirigna og ég þurfti að standa fyrir utan bílinn að leita að símanum mínum undir farþegasætinu. Svo þegar leið á daginn varð andrúmsloftið e-n veginn þannig í vinnunni, allir pirraðir og allt gekk á afturfótunum (kannski út af því að allir voru pirraðir?).

Anyhoo, eftir vinnu náði ég í Guðrúnu út á Keflavíkurvöll, en var ekki heppnari en svo að ég lenti á öllum rauðum ljósum sem hægt var, allir virtust keyra á 50 (dagur kvenna á Kópavogsbrautinni) og í Keflavík fékk ég bílastæði eins langt frá og hægt var (ok, liðið á langtímastæðinu þurfti reyndar að labba lengra...). Guðrún keypti fyrir mig þessa líka fínu stafrænu myndavél í Fríhöfninni á leiðinni út og ætlaði að sækja hana á leiðinni heim. Ég sendi henni friendly reminder í gær, og í morgun og seinnipartinn svo hún myndi nú örugglega ekki gleyma að sækja apparatið.

Hún gleymdi því.

En hún fékk að fara til baka og ná í hana, þó Tollari nr. 1 hafi viljað innheimta opinber gjöld af henni því hún "var búin að fá tollafgreiðslu". Bleh... hún er barmgóð ljóska og slapp að í gegn :-) Hún virkar fínt og tekur (við fyrstu sýn) góðar myndir. En mánudgurinn er ekki búinn. Geisladiskurinn með hugbúnaðinum virkar ekki! Ástæðan: Ég er með WIN98, en ekki WIN98 Second Edition eða enn ofar. Herra Nikon er greinilega ekki mjög notenda- eða netvænn því ég er búinn að eyða ca. 2 tímum í leit að forritinu á netinu, fann reyndar netsvæðið á ca. 5 mín, en að logga sig inn, skrá sig, bíða eftir aðgangsorði og svo að lokum að leita að "download" ávísun tók hinar 115 mínúturnar (cue annoyed face). Reyndar eyddi ég líka ca. hálftíma í leit að snúru frá USB hubinum yfir í tölvuna, only to find out að hún var tengd í hubbin, bara ekki í tölvuna (cue Klaufabárðsmúsík). Anyhoo, forritið er ekki komið inn, en ég kemst í myndirnar engu að síður um bakinngang nokkurs konar. Fínar myndir, en þar sem ég er ekki með neitt sérlega spennandi myndefni þá bíð ég með að sýna e-ð.

En nú er spurt. Er þetta stafrænumyndarvélarforritsvesen ástæða til að kaupa sér nýja tölvu? Dropinn sem fyllir mælinn? Explorerinn er alltaf að krassa, hún er hæg og skjárinn (sem ég tengi við laptoppinn) er farinn að flökta óheyrilega mikið + fá græna slykju öðru hvoru. Hvað finnst þér?

|



24.8.02

BlogTree

Verður maður ekki að vera með?



|



Próflok

Jei! Prófið búið og ég kominn í helgarfrí. Ég hef aldrei bullað jafn mikið á prófi, en sem betur fer er það gott í þessu tilfelli. Ýmsar áhugaverðar pælingar um stjórnunarstíl þeirra sem festust á þarmastiginu í barnæsku og þeirra sem sakna móðurbrjóstsins og -mjólkarinnar. Nú skil ég a.m.k. af hverju ég valdi hagfræði en ekki félagsfræði... Gaman væri að fá að sjá prófið eftir nokkur ár til að sjá hvað maður getur bullað þegar þörfin er sem mest. En við sjáum hver árangurinn er/var eftir vonandi ekki mjög marga daga.

Plan dagsins (og það sem eftir er helgarinnar) er að í kvöld er BOB grill heima hjá mér. Þangað til ætla ég að verzla það sem þarf í salat etc., fara í vínbúðina og slugsa eitthvað. Svo á morgun ætla ég að þrífa íbúðina hennar Gunnu (þ.e. skipta um á rúminu og laga hornið á sófanum sem ég hef setið á síðustu daga) því hún kemur heim á mánudaginn. Merkilegt hvað maður getur sóðað lítið út ef maður heldur sig bara á tveimur punktum í 10 daga og notar alltaf sama glasið ;-)

Annars uppgötvaði ég nýjan netleik í próflestrinum, ætli þetta verði ekki tómstundaiðjan í vetur? Mæli með honum :-) http://zone.msn.com/atomica/.

|



23.8.02

Dr. Seuss Explains why Computers sometimes Crash

Ég mælist til þess að fólk lesi þetta upphátt :-)

If a packet hits a pocket on a socket on a port,
and the bus is interrupted at a very last resort,
and the access of the memory makes your floppy disk abort,
then the socket packet pocket has an error to report.

If your cursor finds a menu item followed by a dash,
and the double-clicking icon puts your window in the trash,
and your data is corrupted cause the index doesn't hash,
then your situation's hopeless and your system's gonna crash!!

If the label on the cable on the table at your house
says the network is connected to the button on your mouse,
but your packets want to tunnel to another protocol,
that's repeatedly rejected by the printer down the hall,
and your screen is all distorted by the side effects of gauss,
so your icons in the window are as wavy as a souse;
then you may as well reboot and go out with a bang,
'cuz sure as I'm a poet, the sucker's gonna hang!

When the copy of your floppy's getting sloppy in the disk,
and the macro code instructions cause unnecessary risk,
then you'll have to flash the memory and you'll want to RAM your ROM.
Quickly turn off the computer and be sure to tell your Mom!

|



Ritgerður

Jæja, þá er ég kominn með ritgerðarkennara. Ég bankaði upp á hjá Þórólfi Matthíassyni þegar ég nennti ekki að lesa í vinnumenningunni og bar undir hann hugmyndina mína um ritgerðarefni, sem honum leist bara nokk vel á sýndist mér. Fyrir áhugasama ætla ég að skrifa um verkföll á vinnumarkaði en í næstu viku ætla ég að byrja að útfæra beinagrindina nánar. Skrítið samt að vera byrja á þessu, þessi stund var í þvílíkri órafjarlægð þegar maður byrjaði í hagfræðinni. En nú get ég hætt að kvíða fyrir/hlakka til og byrjað að vinna að henni. Og það held ég að sé skemmtilegt (þangað til ég kemst að því að svo er ekki og lít aftur á þessa færslu og hugsa hvílíkur barnaskapur þetta var í mér...).

Jæja, aftur að skruddunum.

|



Þengilis

Upp hefur raust sína sunnlenski stórtenórinn, gítarspilarinn, hundaeigandinn og jeppakallinn Þengill. Heimasíðan hans er http://thengillo.blogspot.com/.

|



22.8.02

Holtaborg

Skemmtileg tilviljun, ég var á sama leikskóla og þeir bræður Ármann og Sverrir. Nú 20 árum síðar eða svo erum við aftur í sama skóla, þ.e. HÍ - þó við séum alls ókunnugir hvor öðrum og í sitthvorri deildinni. Þeir voru væntanlega nokkrum árum á undan mér á Borginni. En ég man samt vel eftir skipinu (þetta var sko enginn bátur!), sem í leikjum okkar var yfirleitt sjóræningjaskip eða (að mig minnir) fiskiskip. En ætli sjóræningarnir hafi ekki átt vinninginn. Sú minning af leikskólanum sem ég man þó best eftir er þegar ég fór í e-s konar próf inni hjá leikskólastjóranum með Playmo köllum og kellingum. Jú, og plöntunni í jógúrt dósinni sem ég kom með heim einn daginn. Skrítið hvað ((ó)merkileg?) smáatriði geta fylgt manni alla ævi.

|



21.8.02

Mig

langar í/vantar nýja tölvu. Þess vegna ætla ég að taka þátt í Víkingalottó í kvöld.

|



20.8.02

Ökumenn

Ég horfði á Kastljós í gær og heyrði Geir Jón Þórisson tala um að lögreglan í Reykavík hafi afskipti af 25% ökumanna á Rvk.svæðinu. Svo rekst ég á þessa frásögn og tjah... maður er ekkert hissa.

Sjálfur er ég ákaflega fordómafullur í garð eldra fólks í umferðinni. Þau kunna illa á stefnuljós (þ.e. að slökkva á þeim) og halda að bensíngjöfin sé upp á skraut. Sem er kannski ágætt, því af tvennu illu vil ég frekar að greyin keyri hægt en hratt. Ég átti leið upp í Mosfellsbæ um helgina og nokkrum bílum á undan mér var Nissan Micra - bíll gamla fólksins. Ökumaðurinn lullaði þetta á ca. 50 og rétt áður en við komum að hringtorginu voru komnir ca. 10-15 bílar á eftir mér sem var þó ekki alveg næst Micrunni. Að hringtorginu komum við og hvað gerist? Júbb, Micran byrjar á innri hring, fer svo í þann ytri (af því að beygjan er svo ótrúlega kröpp!) og þegar út af torginu kemur lendir bíllinn á miðjum veginum. Þar rak ég augun í ökumanninn, sem var gömul kona með sjal. Bara pirringur...

Mamma er að umbreytast hægt og hægt í svona ökumann. Hún verður sextug í nóvember og allt frá því að ég man eftir mér hef ég verið hræddur í bíl með henni. Hún á það til að gefa í áður en hún kemur að rauðu ljósi og snögghemla svo. Svo tekur hún hægt af stað og stundum ekki um leið og græna ljósið kviknar - hún þarf jú að laga hárið eftir harkalegt stoppið. Hringtorgin eru samt verst. Hún fer bara í innri hring, þó hún ætli út á fyrsta útgangi, en ef þess þarf þá finnst henni ekkert tiltökumál að skipta um akrein. Hún er líka sannfærð um að hún sé eina konan sem kann að keyra og flautuna notar hún hiklaust. Hún á það jafnvel til að stoppa til þess að geta einbeitt sér að flautinu. Svo er hún líka heimsins versti farþegi. Þegar ég tek af stað (um leið og græna ljósið kviknar) kvartar hún yfirleitt yfir því hvað ég fer hratt af stað. Og ef ég fer yfir 50 þá kvartar hún yfir því hvað ég keyri hratt og ef ég voga mér að skipta um akrein (þ.e. utan hringtorga) segir hún mér að róa mig.

Blessunarlega er frúin farin að nota strætó og keyrir eiginlega ekki neitt. Enda svo mikið af fíflum í umferðinni*

*ekki að mamma sé fífl, hún bara kann ekki að keyra ;-)

|



18.8.02

Menningarnótt

Vá! Hvílík nótt, hvílíkt djamm! Eftir að hafa losað mig við lifandi getnaðarvörnina (lesist: frændi litli) fór ég með Jóhönnu niðrí bæ, og vorum við afar menningarleg. Byrjuðum á tónleikum Hamrahlíðarkórsins, þaðan fórum við á Mótettutónleika og þaðan í Óperuna. Reyndar læddumst við út af Óperunni til að sjá Lionsklúbbinn Kidda - sem svo var ekki neitt nema Stella í framboði að fagna kosningasigri og Björn Jörundur að syngja titillag myndarinnar. Viðstaddir fögnuðu henni ákaft sem og sigri okkar í stóra olíumálinu (þeir sem voru þarna skilja mig, hinir þurfa að bíða e. myndinni).

Anyhoo, eftir mjög flotta flugeldasýningu héldum við ásamt fleirum á Grand rokk(!) og fengum okkur bjór - og Tequila skot nr. 1. Þar fengum við borð við hliðina á mjög áköfum bridge spilurum sem töluðu hátt og mikið. Á tímabili vorum við hrædd um hvort að hnefarnir myndu tala fyrir þá, en svo var þó ekki. Eftir gott stopp á þessum menningarlega stað héldum við á barrölt og út um allt hitti ég einhverja sem ég þekkti. Halla nældi á mig afar forlátu barmmerki sem á stendur "Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur" og svo virðist sem ég hafi sent þessa línu á flesta í símanum mínum. Eru viðkomandi hér með beðnir velvirðingar á óhóflegum sendingum sem stöfuðu af bilun í tæknibúnaði.

Lokastoppið var svo á Ara í Ögri, þar sem við sátum alltof lengi. Eins og vera ber endaði gleðin á Kebabhúsinu þar sem ég sýndi enn og aftur áræðni og dugnað í mataröflun. Ég skreið heim um sexleytið í morgun, og þökk sé Jóhönnu vaknaði ég um hádegisbil. Hún reyndar bauð mér á rúntinn og í þynnkuburger þannig að henni er fyrirgefið. Plan dagsins er svo að hefja lestur fyrir prófið í næstu viku... ehrm... jáh, eftir smá stund...

|



16.8.02

Þegar...

...nær dregur hausti velti ég því fyrir mér hvort og hvenær veturinn skellur á. Að sama skapi velti ég sumrinu fyrir mér yfir páskahátíðina. Skrítið. Veit ekki af hverju ég er að segja þetta, máski til að Ýrr lemji mig ekki fyrir óblogg.

Annars er það helst að frétta að ég er kominn í helgarfrí, kom við á James Böndum og tók When Harry met Sally sem ég hef aldrei séð og Black Adder spólu. Tværfyrirtvöhundruð er snilld! Nú get ég borðað pizzu fyrir þúsundkall og horft á spólu ef ég fer ekkert út. Á morgun er planið að fara á menningarrölt og passa frænda litla. Pæling: Skyldi ég enn kalla hann "frænda litla" þegar ég rétti honum svefnpokann á fermingardeginum, eða í brúðkaupinu hans? Ég man sjálfur hvað ég fór hjá mér þegar gömul/eldri skyldmenni slógu fram þessum frösum þegar ég var að komast til vits og ára.

Rosalega get ég blaðrar um akkúrat ekki neitt. Fleira er ekki í fréttum, fréttir verða næst sagðar í Sjónvarpinu klukkan 7 og svo í Útvarpinu klukkan 10 í kvöld.

|



15.8.02

Litaval

Þessi appelsínuguli er ekki alveg að gera sig. Ideas, anyone?

|



13.8.02

Nýtt útlit

Loksins fann ég nennuna og breytti útlitinu á síðunni. Sjáum til hvort ég fíli það ennþá eftir nokkra daga...

|





How random are you?


|



11.8.02

Hvað er að frétta?

Allt fínt þakka þér, ég er að klára hagfræði og atvinnulífsfræði um næstu jól. Atvinnulífsfræði. At-vinnu-lífs-fræði. ehhh... *sigh* vinnumarkaðsfræði. ..nei, bara ritgerðina. En þú, hvað er að frétta af þér?

Þetta var upphafið á 90% samtala sem ég átti í gær á reunioninu hjá Verzló, Class of 1997 í gærkvöldi. Það var svolítið skondið að fara á þessa samkomu, eins og gengur hefur fólk breyst mis mikið - og sumir ekki neitt. Við veltum því einmitt fyrir okkur hvort það sé gott eða vont að fá frasann "vá, þú hefur barasta ekkert breyst" og almennt er það ekki plús að fá þennan frasa. Anyhoo, bekkurinn minn hefur eignast 4 börn og tekið eitt í fóstur, tvö búin að giftast og nokkrir í viðbót búnir/búnar að setja upp hringana. Mér fannst lúmskt gaman að sjá hvað gömlu taktarnir eru fljótir að rifjast upp og hvað sömu hóparnir komu saman og héldu saman allt kvöldið, just like the good(?) old days.

Þegar fagnaðurinn í Laugardalnum fór að leysast upp kíkti ég í partý hjá Sollu og GK á Snorrabrautinni ásamt Höllu og Árnýju, en þaðan fórum við niðrí bæ á vit jarðaberja margaríta og almennra fagnaðarláta.

En skórnir vöktu almenna lukku og eftirtekt, eins og við var að búast ;-)

|



10.8.02

Reunion

Í kvöld er fimm ára Reunion hjá Verzló og hefst gleðin klukkann fimm hjá Höllu Dóru. Ég ætla að mæta í nýju skónum sem ég keypti mér í gær, ég held að ég sé að fá vott af Imeldu Marcos syndrominu því ég hef aldrei átt svona mikið af skóm! Sú var tíðin að ég átti tvö pör; strigaskó og spariskó. Nú á ég sandala (2), strigaskó og þrjú pör af spariskóm + eitt par sem er undefined. Þetta gera 7 pör af skóm og hef ég því tekið yfir skógrind heimilisins. Í kvöld fá fyrrum Verzlingar að sjá nýjasta parið, brúna leðurskó.

Í lokin langar mig að benda á nýju heimasíðuna hennar Sollu, http://sollsoll.tripod.com/. Útlendingar í ÁDÍ ættu að fara að fordæmi hennar ;-)

|



8.8.02

Á ég að tala núna?

Það þýðir ekki að neita því að bloggleti hefur hrjáð mig undanfarið. En hér kemur smá recap af "atburðum" af síðustu viku eða svo. Síðasta vika fór sumsé í vinnu og línuskauta, lítið meir enda mánaðamót í bankanum eins og annars staðar í heiminum. Um verslóhelgina var ég í bænum, fór í matarboð á föstudaginn til Höllu og Sigga og hellti í mig rauðvíni þangað til ég hálf sofnaði í sófanum. Ég fór þaðan og í Lönguhlíðina til Gunnu systur, en hún fór á Halló Akureyri (eða "Ein með öllu") og ég hékk í íbúðinni hennar á meðan :-) Ægilega ljúft allt samant, svo ljúft að á sunnudeginum tók ég tvær á tvöhundruð á James Bönd og hékk yfir vídjóinu allan daginn. Lengsta ferðalagið var úr þriggja sæta sófanum yfir í eins sæta - af því að ég var kominn með bakverk.

Svo tók við nýtt og heilbrigðra líferni, a.m.k. á kvöldin. Eftir bankann hef ég hitt Þóru Björgu upp á bókasafni og raða bókum. Basically gengur það út á að taka bækur úr hillu, þurrka af, og setja aðrar bækur í hilluna. Einstaklega gefandi starf... a.m.k. fyrir pyngjuna.

Then there's the fun part. Eftir vinnu nr. tvö hef ég farið með Höllu og Árnýju á línuskauta, og í gær skautuðum við frá Olís/Sorpu/Ellingsen úti á Granda út að Gróttu og fyrir Nesið, og meðfram ströndinni sunnanverðri alveg út í Nauthólsvík. Þetta tók okkur ca 1 1/2 tíma, og ómen hvað þetta er gaman! Ég er búinn að a) læra að stoppa b) fara niður brekku, og c) læra að stoppa með hjálp ljósastaura (og er með marblett til að sanna það). En Halla komst ekki í kvöld og ég er dauðþreyttur þannig að skautaferð kvöldsins var blásin af.

En nú held ég að bloggið sé orðið alveg nógu langt hjá mér - er þaggi Jóhanna?

|